Francisco Costa (Sebastian Elias Uth / Ritzau Scanpix via AFP)
Portúgal vann 36-35 sigur gegn Svíþjóð og tryggði sér þar með fimmta sætið á EM í handbolta, eftir mikinn baráttuleik. Martim Costa var markahæstur í leiknum og er markahæsti maður mótsins hingað til. Leikurinn bauð upp á hörkuspennu og skiptust liðin á að vera með forystuna en Costa bræður stigu upp í lokin og kláruðu Svíþjóð. Portúgal með sigrinum tryggði sinn besta árangur frá upphafi á EM. Svíarnir vildu hins vegar enda mótið á góðum nótum eftir að hafa misst af undanúrslitum með slæmum frammistöðum á heimavelli. Undanúrslitin hefjast núna klukkan 16:45 þegar Þýskaland og Króatía mætast í fyrri undanúrslitaleik dagsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.