Iðnaðarsigur hjá Víkings stelpum
Sævar Jónsson

wFramFram (Kristinn Steinn Traustason)

Fram 2 fékk Víkings stelpur í heimsókn í dag í Lambhagahöllinna í Grill 66 deild kvenna.

Fram stúlkur voru ákveðnari í byrjun leiks og byrjuðu leikinn betur. Svo var mikið jafnræði með liðunum lengst af í fyrri hálfleik allt þangað til 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá tóku Víkings stelpur góðan kipp og voru yfir í hálfleik 12-14.

Víkings stelpur byrjuðu leikinn frábærlega í seinni hálfleik og náðu fljótlega 5 marka forskoti. Lokakaflinn var svo nokkuð jafn þar sem Fram stelpur náðu að jafna þegar 7 mínútur lifðu leiks.

En Víkings stelpur reyndust vera klókari í lok leiks og sigruðu leikinn 25-29.

Auður Brynja Sölvadóttir og Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir voru markahæstar hjá Víking með 8 mörk hvor. Klaudia og Þyrí Erla vörðu samtals 12 skot.

Hjá Fram var Sara Rún Gísladóttir markahæst með 8 mörk. Markvörðurinn efnilegi Arna Sif Jónsdóttir varði 15 skot hjá þeim.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top