wValur2 (Eyjólfur Garðarsson)
HK stúlkur fengu Val 2 í heimsókn í kvöld í Grill 66 deild kvenna. Fyrir leikinn voru HK stelpur taplausar. Það var ekki að fara að breytast eftir leikinn í kvöld því þær sigruðu sannfærandi 29-19. Í hálfleik var staðan 15-10. 10 leikmenn skoruðu hjá HK í kvöld og dreifðist markaskorunin nokkuð jafnt. Markvarslan skilaði 11 boltum vörðum. Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir atkvæðamest eins og svo oft áður. Það er ljóst að með þessu áframhaldi stefna HK stúlkur beint upp í Olís deildina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.