Stymmi spáir í spilin: 5. umferð efstu deild kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Stymmi spáir í spilin (

Stymmi Klippari mun í allan vetur spá í spilin og tippa á hvernig komandi umferð mun fara í Olís deildum karla og kvenna.

Hér að neðan má sjá hvernig hann telur að 5.umferð fari í Olís deild kvenna.

ÍR– KA/Þór (Miðvikudagur 18:00)  /  Sigurvegari: ÍR

Eftir góða byrjun hjá báðum liðum töpuðu þau bæði í síðustu umferð. ÍR hefur reyndar tapað tveim í röð en ég held að það komist aftur á sigurbraut í þessari umferð og jafni KA/Þór að stigum í deildinni.

Haukar– ÍBV(Miðvikudagur 18:30)  /  Sigurvegari: Haukar

Haukar unnu KA/Þór fyrir norðan um helgina meðan Sandra Erlings fór á kostum gegn Selfoss í síðustu viku. Ég reikna með jöfnum og spennandi leik sem Haukar hafa á endanum því breiddin er meiri þar. Coolbet eruð að bjóða upp á forgjöf +3.5 á ÍBV og það myndi ég alltaf taka. Sé Haukana ekki rústa þessum leik.

Valur– Fram (Miðvikudagur 19:00)  /  Sigurvegari: Valur

Stórleikur umferðarinnar í þráðbeinni á Sjónvarpi Símans. Þessi lið hafa verið þau sterkustu í kvennaboltanum undanfarin áratug. Valskonur voru í Evrópuverkefni um helgina meðan Fram kláraði ÍR þægilega á heimavelli. Það eru meiðsli í liði Vals en ég held að Hafdís Renötudóttir loki markinu eins og oft áður og Valskonur fari með sigur af hólmi.

Selfoss – Stjarnan (Fimmtudagur 20:00)  /  Sigurvegari: Stjarnan

Botnbaráttuslagur af bestu gerð. Bæði lið sitja stigalaus á botni Olís deildinnar en Selfoss vann þá sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina þegar þær unnu AEK Aþenu. Ég held að sá leikur sitji ennþá smá í þeim og Stjarnan vinni þetta í jöfnum og spennandi leik og nái þar með í sín fyrstu stig.

4.umferð (4 réttir)
3.umferð (3 réttir)
2.umferð (2 réttir)
1.umferð (3 réttir)

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top