HSÍ ekki í þeirri stöðu að geta tekið frá miða á HM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (Marco Wolf / dpa Picture-Alliance via AFP)

Handkastið greindi frá því á dögunum að uppselt væri á alla leiki kvennalandsliðs Íslands á HM sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði.

Ísland er í riðli með Serbíu, Úrúgvæ og heimakonum í Þýskalandi en mikil eftirvænting ríkir í Þýskalandi fyrir leikjum þjóðarinnar. Svo mikil er eftirvæntingin að uppselt er á alla leiki riðilsins en það er venjan á stórmótum í handbolta að seldir eru dagspassar á alla leiki dagsins.

Það þýði einfaldlega það að fullt gæti verið á öllum leikjum Þýskalands en takmarkaður áhorfendafjöldi gæti hinsvegar setið í stúkunni þegar hinar tvær þjóðirnar mætast í riðlinum.

Vísir fjallaði um málið í vikunni og hafði samband við framkvæmdastjóra HSÍ, Róbert Geir Gíslason sem segir að HSÍ hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir íslenska stuðningsmenn. 

Þar segir í umfjöllun Vísis að HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið.

Leikirnir fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart sem tekur rúmlega 6000 áhorfendur í sæti á íþróttakappleikjum. 

„Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi.

Þar sagði Róbert einnig að HSÍ hafi ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna hafi sambandið auglýst forsölu fyrir íslenska stuðningsmenn sem höfðu áhuga á að fara á mótið. 

,,Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“

Róbert sagði í samtali við Vísi að tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið á heppilegum tíma.

,,Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert sem sagði ennfremur að HSÍ væri að athuga þá möguleika að geta keypt lausa miða frá öðrum sérsamböndum en það hafi ekki gengið.

Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Liðið mætir síðan Serbíu tveimur dögum síðar og svo loks Úrúgvæ 30. nóvember. Þrjú lið af fjórum fara áfram í milliriðl en neðsta liðið leikur um Forsetabikarinn. Íslands eru ríkjandi Forsetabikarsmeistarar. 

Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni af þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út október. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top