Arnar Pétursson (KERSTIN JOENSSON / AFP)
Íslenska kvennalandsliðið mætir Færeyjum í Úlfarsárdalnum á miðvikudagskvöldið í fyrsta leik forkeppni Evrópumótsins sem fram fer árið 2026. Ísland fer síðan til Portúgals og Portúgal um næstu helgi. Landsliðshópur íslenska landsliðsins var tilkynntur í síðustu viku og var Einar Ingi Hrafnsson gestur Handkastsins í síðustu viku spurður út í hópinn. ,,Það virðist sem að Addi P. sé að horfa á Handboltahöllina. Lovísa Thompson er komin inn í landsliðið og Harpa María líka. Eitthvað sem við höfum kallað eftir," sagði Einar Ingi en Lilja Ágústsdóttir leikmaður Vals glímir við meiðsli og er ekki í hópnum. ,,Þetta verður áhugavert verkefni. Það verður gaman að sjá hvar við raunverulega stöndum. Það er kannski ekki hægt að taka mark á þessu Dana leik," sagði Einar Ingi sem segir íslenska landsliðið vera á leið inn á HM í næsta mánuði með frekar laskað lið. ,,Við ættum að vinna báða þessa leiki og fara frekar jákvætt úr þessu verkefni. Mér skilst að markmiðið fyrir HM sé að forðast Forsetabikarinn og fara upp í 16-liða úrslitin," bætti Einar Ingi við. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.