Arna Karitas Eiríksdóttir (Baldur Þorgilsson)
Toppliðin í Olís-deild kvenna, Valur og ÍBV mættust í N1-höllinni á Hlíðarenda í fyrsta leik 6.umferðarinnar í dag. Valsstelpur höfðu betur með þremur mörkum 33-30 í kaflaskiptum leik eftir að staðan hafi verið 17-15 í hálfleik. Valsstelpur komust mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleik í stöðunni 25-20 þegar 13 mínútur lifðu leiks. ÍBV sýndi mikla seiglu og karakter og náði að jafna metin í 26-26. ÍBV fór í 7 á 6 og Valsstelpur nýttu sér það og skoruðu tvö mörk í tómt markið. Það reyndist þungt fyrir ÍBV liðið og Valur reyndust sterkari aðilinn undir lokin og unnu að lokum þriggja marka sigur 33-30. Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Thea Imani Sturludóttir og Lovísa Thompson skoruðu allar sjö mörk fyrir Val. Hafdís Renötudóttir varði 15 skot í marki Vals. Hjá ÍBV var Sandra Erlingsdóttir markahæst með átta mörk og Birna Berg Haraldsdóttir skoraði sjö mörk úr 16 skotum. Amilia Froland náði sér ekki á strik í leiknum og var einungis með sjö varin skot. Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.