Íslensku stelpurnar töpuðu gegn Grænlandi
(Jóhann Ingi Guðmundsson)

Guðrún Hekla skoraði fjögur mörk. ((Jóhann Ingi Guðmundsson)

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði í kvöld gegn grænlenska landsliðinu 29-31 en leikurinn fór fram í Safamýrinni.

Staðan í hálfleik var 13-14 Grænlandi í vil. Eftir að Íslandi hafði haft undirtökin í upphafi leiks þá voru það gestirnir frá Grænlandi sem leiddi allan leikinn úr stöðunni 7-8 eftir 15 mínútna leik, að undanskildu er Ísland komst yfir í stöðunni 16-15 i upphafi seinni hálfleiks.

Arna Karitas Eiríksdóttir var markahæst í liði Íslands með sjö mörk og Dagmar Guðrún Pálsdóttir skoraði fimm. Guðrún Hekla Traustadóttir skoraði fjögur mörk og aðrar minna.

Ágústa Tanja Jóhannsdóttir og Sif Hallgrímsdóttir vörðu báðar fimm skot hvor og þá skoraði Sif eitt mark í leiknum.

Halldór Stefán Haraldsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir stýrðu liðinu í þessu verkefni eins og kom fram á heimasíðu HSÍ þegar hópurinn var valinn. Svo virðist vera að ekki hafi verið búið að ráða þjálfara á U20 ára landsliðið í tækatíð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top