Leiðtogaleysi og andleysi – Fannst stelpurnar hengja haus
Sævar Jónasson)

wÍsland (Sævar Jónasson)

Íslenska kvennalandsliðið hóf undankeppni EM 2026 á tapi á heimavelli gegn Færeyjum í Úlfarsárdalnum á miðvikudagskvöldið, 22-24.

Ísland mætir Portúgal ytra í öðru leik riðilsins en auk Íslands, Færeyja og Portúgals er Svartfjallaland í undanriðlinum fyrir EM. Portúgal tapaði í 1.umferðinni gegn Svartfjallalandi og eru því bæði lið án stiga fyrir leikinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00.

Rætt var um tapið, leikinn sjálfan, stöðuna á kvennalandsliðinu og miklu meira til í nýjasta þætti Handkastsins.

Þar var farið yfir markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins en Sérfræðingurinn benti á að ef ekki hefði verið fyrir stórleik Hafdísar Renötudóttur í marki Íslands þá hefði þetta hæglega getað farið verr.

Stymmi klippari var beðinn um að lýsa því sem fór í gegnum huga hans þegar hann horfði á tapið gegn Færeyjum.

,,Leiðtogaleysi og andleysi. Mér fannst engin í liðinu grípa gæsina og berja smá krafti í liðsfélaga sína. Mér fannst þær hengja haus. Við höfum farið yfir þann lista af leikmönnum sem eru horfnar af braut, þar eru leiðtogar farnir. Við höfum rætt mikið breytingar á liðinu og við séum í kynslóðaskiptum. Ég get alveg tekið undir það en ef maður horfir á þetta þá er megnið af þessum stelpum sem eru farnar burðarásar í þristunum,” sagði Stymmi sem fannst varnarleikurinn ekki vera stærsta vandamálið í leiknum heldur var það sóknarleikurinn.

,,Í þessum leik vorum við í algjöru rugli sóknarlega. Við eigum að vinna leik á heimavelli þar sem við fáum 24 mörk á okkur, á móti liði eins og Færeyjum,” sagði Stymmi klippari sem bætti við.

,,Það skein í gegn að það ætlaði sér engin að eigna sér þetta lið. Hver er leiðtoginn?”

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top