Niðurskurður hjá HSÍ – Fækkað í þjálfarateymi landsliðsins
Kristinn Steinn Traustason)

Andri Már Rúnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Snorri Steinn Guðjónsson getur ekki farið með allt sitt þjálfarateymi í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins í lok október til Þýskalands.

Vegna niðurskurðar hjá HSÍ þarf Snorri Steinn að fækka um tvo starfsmenn í starfsteymi sínu.

Óskar Bjarni Óskarsson var í sumar ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Óskar Bjarni hefur verið í þjálfarateymi Snorra Steins frá því að Snorri tók við liðinu.

Snorri segir að það hafi engin áhrif á þjálfarateymi karla landsliðið þó Óskar Bjarni sé kominn inn í þjálfarateymi kvennalandsliðsins.

,,Það hefur ekkert áhrif á teymið annað en einhver niðurskurður. Ég þurfti að fækka um tvo í teyminu í þessu verkefni en ég sé til með janúar. Ég geri ráð fyrir að ég fari með fullt teymi á EM,” sagði Snorri Steinn í viðtali við Handkastið í síðustu viku eftir að hann valdi 17 manna leikmannahóp fyrir komandi verkefni í Þýskalandi í lok október.

Þar leikur Ísland tvívegis gegn þýska landsliðinu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top