Ágúst Elí ekki í hóp er Ribe-Esbjerg gerði jafntefli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skjern og Ribe-Esbjerg skildu jöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld 25-25. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Ribe-Esbjerg og landsliðsmaðurinn Ágúst Elí var ekki í leikmannahópi liðsins.

Andreas Haagen var með 12 varða bolta, 37% markvörslu og Niklas Kraft var með eitt skot varið af þeim þremur sem hann fékk á sig. Ágúst Elí var í dag valinn í 17 manna leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi verkefni þar sem liðið leikur tvö leiki gegn Þýskalandi í Þýskalandi.

Snorri Steinn sagði í viðtali við Handkastið í dag að hann hafi rætt við Ágúst Elí og verið hreinskilinn við hann, að ef Ágúst Elí verði ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg fram að EM í janúar væri erfitt fyrir þjálfarateymið að velja leikmann sem ekki væri að spila.

Ágúst Elí hóf tímabilið á láni hjá Álaborg vegna meiðsla Niklas Landin en sneri aftur til Ribe á dögunum. Þar er hann í baráttu við þá Andreas Haagen og Niklas Kraft um stöðu í leikmannahópi liðsins.

Ribe-Esbjerg er í 7.sæti deildarinnar með sjö stig en Skjern hefur byrjað tímabilið afleitlega og hefur meðal annars skipt um þjálfara. Liðið situr í 10.sæti deildarinnar með sex stig.

Bjerringbro-Silkeborg vann eins marks sigur á Nordsjælland á útivelli í kvöld 28-29 þar sem Rasmus Lauge og Lasse Sunde Lid voru markahæstir með sex mörk hvor.

Nikolaj Larsson var markahæstur í liði Nordsjælland með sjö mörk úr tíu skotum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top