Ágúst Elí ekki í hóp er Ribe-Esbjerg gerði jafntefli
Petr David Josek / POOL / AFP)

Ágúst Elí Björgvinsson (Petr David Josek / POOL / AFP)

Tveir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skjern og Ribe-Esbjerg skildu jöfn í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld 25-25. Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir Ribe-Esbjerg og landsliðsmaðurinn Ágúst Elí var ekki í leikmannahópi liðsins.

Andreas Haagen var með 12 varða bolta, 37% markvörslu og Niklas Kraft var með eitt skot varið af þeim þremur sem hann fékk á sig. Ágúst Elí var í dag valinn í 17 manna leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir komandi verkefni þar sem liðið leikur tvö leiki gegn Þýskalandi í Þýskalandi.

Snorri Steinn sagði í viðtali við Handkastið í dag að hann hafi rætt við Ágúst Elí og verið hreinskilinn við hann, að ef Ágúst Elí verði ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg fram að EM í janúar væri erfitt fyrir þjálfarateymið að velja leikmann sem ekki væri að spila.

Ágúst Elí hóf tímabilið á láni hjá Álaborg vegna meiðsla Niklas Landin en sneri aftur til Ribe á dögunum. Þar er hann í baráttu við þá Andreas Haagen og Niklas Kraft um stöðu í leikmannahópi liðsins.

Ribe-Esbjerg er í 7.sæti deildarinnar með sjö stig en Skjern hefur byrjað tímabilið afleitlega og hefur meðal annars skipt um þjálfara. Liðið situr í 10.sæti deildarinnar með sex stig.

Bjerringbro-Silkeborg vann eins marks sigur á Nordsjælland á útivelli í kvöld 28-29 þar sem Rasmus Lauge og Lasse Sunde Lid voru markahæstir með sex mörk hvor.

Nikolaj Larsson var markahæstur í liði Nordsjælland með sjö mörk úr tíu skotum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top