Íslenska landsliðið gæti tekið þátt í nýrri keppni EHF árið 2030 (INA FASSBENDER / AFP)
Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt um nýja keppni, Evrópuleika landsliða, sem halda á fyrst í september 2030. Keppnin er hugsuð til þess að einfalda leið landsliða frá Evrópu inn á Ólympíuleikana. Stefnt er að því að keppnin verði haldin á fjögurra ára fresti og munu átta bestu karla- og kvennalandslið Evrópu etja þar kappi, miðað við árangur liðanna á síðasta EM. Eins og áður segir er breytingunum ætlað að einfalda leið liða frá Evrópu inn á Ólympíuleikana en hingað til hafa lið unnið sér þátttökurétt á þeim með einkar flóknum hætti, annars vegar er það út frá árangri á HM en einnig hafa verið sæti í boði fyrir árangur á EM. Hafa margir lýst þessu sem of flóknu og ófyrirsjáanlegu og eiga þessar breytingar að bæta úr því.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.