Ungir leikmenn mættu reyna að velja betur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ágúst Jóhannsson (Sævar Jónasson)

Ágúst Þór Jóhannsson var gestur í Aukakastinu á dögunum þar sem hann fór yfir ferilinn bæði sem leikmaður og þjálfari.

Ágúst hefur marga fjöruna sopið í bransanum og þegar hann var inntur eftir svörum með ráðleggingar til yngri leikmanna komum við ekki að tómum kofanum.

,,Þetta snýst um að sinna hlutunum vel, æfa vel, passa mataræðið og alls ekki vanmeta hvíldina."

Rúnar Kárason kom inn á það fyrr í vetur í þætti Aukakastsins að honum fyndist leikmenn fara of snemma út í atvinnumennsku og vildi sjá þá róa sig örlítið og vinna meira í veikleikum sínum hér heima áður en þeir myndu taka stökkið.

Ágúst er sammála Rúnari í þessu máli. ,,Tíminn þegar þú ert kominn út er ekki mikill í að vinna í einhverjum þáttum. Oft fara leikmenn of snemma út og fara bara eitthvert í stað þess að reyna að velja klúbbana vel. Stundum erum við að flýta okkur of mikið og menn mega gefa sér meiri tíma."

Allan þáttinn með Ágústi má hlusta á hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top