Torsóttur ÍR sigur í bikarnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

wÍRíR (Sævar Jónasson)

Afturelding og ÍR mættust í lokaleik 16-liða úrslit Powerade-bikarsins í kvöld en hinir leikir umferðarinnar fóru fram í gærkvöldi.

Tvö Grill66-deildarlið slóu út Olís-deildarlið í gær og því var við öllu að búast í kvöld þegar Grill66-deildarlið Aftureldingar tók á móti Olís-deildarliði ÍR.

Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en ÍR leiddi í hálfleik með einu marki 12-13. Í stöðunni 17-18 sigu ÍR stelpur hinsvegar framúr og breyttu stöðunni í 17-21.

Það bil náðu Mosfellingar aldrei að brúa og lokatölur 22-27 ÍR í vil sem eru þar með komnar í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins.

Vaka Líf Kristinsdóttir var markahæst í liði ÍR í kvöld með fimm mörk og þær Sara Dögg Hjaltadóttir og Ásthildur Bertha Bjarkadóttir skoruðu fjögur mörk hvor. Sif Hallgrímsdóttir fór á kostum í markinu og varði 17 skot. 

Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir markahæst með átta mörk. Susan Ines kom næst með sjö mörk en aðrar skoruðu minna.

ÍR bætist þar með í hóp með Val, Haukum, FH, Gróttu, Fram, KA/Þór og Víkings sem öll eru komin í 8-liða úrslit bikarsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top