Teitur Örn Einarsson ((Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Teitur Örn Einarsson leikmaður Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið sem er í Þýskalandi þessa dagana. Teitur Örn kemur inn í hópinn fyrir Sigvalda Björns Guðjónssonar leikmanns Kolstad í Noregi sem meiddist á æfingu landsliðsins í dag. Það er handbolti.is sem greinir fyrst frá en Sigvaldi staðfesti tíðindin í samtali við Handkastið. Sigvaldi Björn sagði í samtali við Handkastið að hann hafi tognað aftan í læri á æfingu liðsins í dag. Handbolti.is segir frá því í frétt sinni að Teitur Örn hafi verið staddur á Íslandi í leyfi en mun fara til móts við landsliðið í fyrramálið. Þar er tekið fram að Teitur ferðist með með Icelandair frá Keflavík beint til München þar sem landsliðið er við æfingar. Íslenska landsliðið leikur æfingaleik gegn Þjóðverja á fimmtudag og sunnudag. Leikirnir verða báðir sýndir á RÚV 2 en uppselt er á leikina.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.