Györ og Metz mætast í toppslag 6.umferðar í Meistaradeild kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

GYOR (Attila KISBENEDEK / AFP)

Meistaradeild Evrópu kvenna heldur áfram um helgina þegar að 6. umferðin fer fram, þar sem bestu lið álfunnar mætast í nokkrum háspennuleikjum. Aðeins þrjú lið hafa unnið alla sína leiki – Györ, Metz og Brest og tvö þeirra mætast í toppslag í Ungverjalandi.

Í A-riðli mætast Györi og Metz í baráttu ósigruðu liðanna, á meðan Esbjerg fær Dortmund í heimsókn. Gloria Bistrita mætir Buducnost í Podgorica, og Storhamar tekur á móti DVSC Schaeffler í Noregi.

Í B-riðli vonast Brest til að halda fullkomnu gengi sínu áfram þegar liðið fær Podravka í heimsókn, á meðan FTC tekur á móti Ikast. Sola HK og Krim eigast við í botnslag riðilsins, og „Leikur vikunnar“ verður stórleikur CSM Bucuresti og Odense í Rúmeníu.

A-riðill

Györ (UNG) – Metz (FRA) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 15:00
- Györ hefur unnið átta viðureignir liðanna en Metz þrjár
- Bæði lið eru með fullt hús stiga en Györ er á toppnum með betri markatölu.
- Györ vann Debrecen 36-30 í síðustu umferð, Metz lagði Storhamar 27-24.
- Györ hefur skorað flest mörk eða 179 talsins, Metz hefur fengið næstfæst mörk á sig 124 talsins.
- Houser er markahæst hjá Györ með 28 mörk en hjá Metz er Grandveau markahæst með 29 mörk.
- Metz sigraði báða leiki félaganna á tímabilinu 2022/2023.

Esbjerg (DAN) – Borussia Dortmund (ÞÝS) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 13:00
- Esbjerg hefur unnið báðar viðureignir félaganna til þessa.
- Bæði lið eru með 4 stig, Esbjerg er í 4.sæti en Dortmund í 6.sæti
- Esbjerg tapaði fyrir Bistrita 35-38 um síðustu helgi en Dortmund sigraði Buducnost 30-24.
- Henny Reidstad leikmaður Esbjerg er markahæst í Meistaradeildinni með 37 mörk.

Buducnost (MNE) – Gloria Bistrita (ROU) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 13:00
- Þetta er í fyrsta skipti sem þessi lið mæstast í Evrópukeppni.
- Buducnost er enn án stiga en Bistrita er í 3.sæti með 6 stig.
- Buducnost tapaði gegn Dortmund 24-30 um síðustu helgi en Bistrita sigraði Esbjerg 38-35.
- Buducnost er með slakasta sóknarleikinn til þessa en þær hafa aðeins skorað 100 mörk í fimm leikjum.
- Renata De Arruda markvörður Bistrita hefur varið flest skot í Meistaradeildinni eða 77 talsins.

Storhamar (NOR) – DVSC (UNG) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 15:00
- Storhamar er í 5.sæti með 4 stig en Debrecen situr í 7.sæti með 2 stig.
- Bæði lið töpuðu í síðustu umferð, Storhamar gegn Metz og Debrecen gegn Györ.
- Storhamar eru með bestu vörnina til þessa en þær hafa aðeins fengið á sig 24,4 mörk að meðaltali.

B-riðill

Sola HK (NOR) – Krim (SLO) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 13:00
- Sola er enn án sigurs en Krim vann sinn fyrsta leik um síðustu helgi.
- Bæði lið hafa fengið jafn mörg mörk á sig til þessa 146 mörk.
- Herrem (Sola) og Horacek (Krim) eru markahæstar í liðinum báðar með 24 mörk.

FTC (UNG) – Ikast (DEN) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 17:00
- Liðin hafa mæst 6 sinnum áður þar sem Ikast hefur unnið fimm sinnum en FTC einu sinni.
- FTC hefur unnið þrjá síðustu leiki sína en Ikast tapaði gegn Brest í síðustu umferð.
- Milling markvörður Ikast hefur varið 56 skot í keppninni til þessa sem er 35% markvarsla

Brest (FRA) – Podravka (CRO) | Laugardagur 1. nóvember, kl. 17:00
- Brest eru enn ósigraðar í keppninni og er eitt af þremur liðum sem eru með fullt hús stiga.
- Podravka hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum.
- Brest hefur skorað næst flest mörk í keppninni eða 168 talsins sem gerir 33.6 mörk að meðaltali.

Leikur vikunnar: CSM Bucuresti (ROU) – Odense (DEN) | Sunnudagur 2. nóvember, kl. 15:00
- CSM hefur unnið 3 af 4 fyrri viðureignum liðanna.
- CSM er með 2 sigra og 3 töp til þessa en Odense með 3 sigra, 1 jafntefli og 1 tap.
- Odense er með fjórðu bestu sóknina og hafa skorað 163 mörk eða 32,6 mörk að meðaltali.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top