Katrín Scheving wGrótta (Eyjólfur Garðarsson
Í dag fengu Gróttu stúlkur liðsmenn Fram 2 í heimsókn í Hertz höllina á Seltjarnarnesi í Grill 66 deild kvenna.
Líkt og búist var við að þá voru Gróttu stelpurnar í bílstjórasætinu nær allan leikinn. Í hálfleik var staðan 16-12 fyrir heimakonur.
Í seinni hálfleik gaf Grótta bara í og sigruðu leikinn með 10 mörkum. 34-24 urðu lokatölur.
Ída Margrét Stefánsdóttir var iðin við kolann og setti 11 mörk. Andrea Gunnlaugs og Anna Karólína vörðu samtals 15 skot.
Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir atkvæðamest og skoraði 9 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 8 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.