FH stelpur með góðan sigur og eru á uppleið
Brynja T.)

Katla Margrét Óskarsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Valur 2 fékk FH stelpur í heimsókn í dag í Grill 66 deild kvenna.

FH tók stjórnina strax frá byrjun leiks og fóru með 6 marka forskot inn til búningsherbergja í hálfleikinn. 10-16 var staðan.

Áfram héldu þær í seinni hálfleik að hafa yfirhöndina og var sigurinn aldrei í neinni teljandi hættu. Valur 2 náðu mest að minnka muninn í 3 mörk undir lok leiksins.

Lokatölur 24-26 fyrir FH. Greinilegt að FH stelpur eru að sækja í sig veðrið í undanförnum leikjum eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu í haust.

Markaskorunin var mjög jöfn hjá FH og voru Telma Medos, Thelma Dögg Einarsdóttir og Eva Guðrúnardóttir Long allar með 5 mörk. Sonja Szöke varði 14 skot.

Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir markahæst eins og svo oft áður og skoraði hún 10 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði 10 boltum vörðum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top