wHK (Brynja T.)
HK fékk Fram 2 í heimsókn í dag í Kórinn í Grill 66 deild kvenna.
Fyrirfram var búist við því að þessi leikur gæti orðið ójafn enda HK stúlkur á toppnum og Fram 2 neðarlega í deildinni. Það varð raunin allavega síðustu 40 mínútur leiksins.
Fyrstu 20 mínúturnar spiluðu Fram stúlkur vel og héldu HK liðinu í skefjum sem var vel gert hjá þeim. Í hálfleik var staðan 21-14 fyrir HK.
Í seinni hálfleik slökuðu HK stelpur ekkert á klónni og náðu mest 13 marka forskoti. Sigldu þær þessum sigri örugglega heim og urðu lokatölur 39-29. Ótrúlegt gengi HK heldur þar af leiðandi áfram og eru þær búnar að vinna alla 8 leikina sína það sem af er móti.
Hjá HK var Inga Fanney Hauksdóttir markahæst með 10 mörk og markvarslan skilaði þeim 13 boltum vörðum.
Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir með frábæran leik og setti hún 14 mörk. Markvarslan hjá þeim skilaði þeim 9 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.