Katrín Scheving ((Eyjólfur Garðarsson)
Grótta fékk Aftureldingu í heimsókn í kvöld í Grill 66 deildinni.
Fyrri hálfleikur var bara mjög jafn en Gróttu stelpur áttu góðar síðustu mínútur í hálfleiknum og fóru með 14-11 forskot inn til búningsherbergja.
Í seinni hálfleik stigu þær á bensíngjöfina og kafsigldu Aftureldingar stelpur. Lokatölur 30-20.
Hjá Gróttu var Þóra María Sigurjónsdóttir markahæst með 6 mörk. Markvarslan var góð með 15 bolta varða.
Hjá Aftureldingu var Susan Ines Gamboa með 8 mörk skoruð. Áslaug Ýr og Ingibjörg Gróa vörðu samtals 9 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.