Ragnhildur Edda Þórðardóttir - wFH (Brynja T.)
FH stelpur fengu Víking í heimsókn í kvöld í Krikann í Grill 66 deild kvenna.
Fyrirfram var búist við hörkuleik. FH stelpur á góðu skriði og Víkingur tapaði síðasta leik.
Það varð raunin. Í hálfleik var staðan 10-8 fyrir FH.
Í seinni hálfleik var mikið jafnræði. En þegar 8 mínútur lifðu leiks komst Víkingur 17-19 yfir.
FH stelpur voru fljótar að jafna í 19-19 og lokatölur urðu síðan 22-22. Líklega sanngjörn niðurstaða.
Hjá Víking var gleðigjafinn Hafdís Shizuka Iura markahæst með 8 mörk. Þyrí Erla varði 11 skot.
Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 9 mörk. Sonja Szöke varði 11 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.