Haraldur Björn Hjörleifsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Handkastið heyrði aðeins í Mosfellingnum hrausta, Haraldi Birni Hjörleifssyni og spurði út í meiðslin hans og stöðuna á honum en hann hefur ekkert leikið frá því á síðasta keppnistímabili. Þá var Haraldur Björn lánsmaður hjá Fjölni sem þá lék í Olís deildinni og vakti framganga hans þónokkra athygli. Núna er hann á mála hjá sínu uppeldisfélagi í Aftureldingu og er einnig að þjálfa yngri flokka.
"Eftir að hafa slitið krossband í lok seinasta árs fór ég í aðgerð í janúar og stefni á að vera 100% klár eftir áramót. Langaði vissulega að vera fyrr á ferð en við sjúkraþjálfarinn teljum skynsamlegt að vera ekki of brattir. Einnig hef ég notað tímann í að reyna losna við mjög þrálát meiðsli í hné, svokallað jumpers knee og hefur það gengið þokkalega. Það hefur eiginlega verið erfiðara ferli en krossbandið og er maður rosa mikið upp og niður verður að segjast" sagði Haraldur Björn Hjörleifsson.
Handkastið óskar Haraldi góðs gengis í að verða 100% prósent leikfær aftur og hlakkar til að sjá hann á nýjan leik á vellinum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.