Sunnudagurinn er helvíti – Afhverju getur þetta ekki byrjað 8 eða 9?
(Egill Bjarni Friðjónsson)

KAKA handbolti ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Kristján Óli Sigurðsson einn af þremenningunum í hlaðvarpinu Þungavigtinni var ekki parsáttur með leikjaniðurröðun á fjöllmiðlamóti hjá drengnum sínum sem lék í Skógarselinu á móti hjá ÍR í 6.flokki karla um helgina.

Hann ræddi það í upphafi síðasta þáttar Þungavigtarinnar þar sem hann fór yfir það hvað hann væri að fara gera um helgina. Á föstudagskvöldinu var svokölluð mökkun á jólahlaðborði hjá frúnni. Í kjölfarið var hann spenntur fyrir Manchester leik á laugardeginum en honum kveið fyrir sunnudeginum.

,,Sunnudagurinn er helvíti. Það er handboltamót og ég þarf að vera mættur í ÍR-heimilið, fyrsti leikur hefst klukkan 8. Það er ekki skrítið að þetta handboltasamband sé á hausnum og verði aldrei með eina krónu á bankareikningum,” sagði Kristján Óli meðal annars áður en Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi Þungavigtarinnar greip inní.

,,Þannig þú ert að fara rífa fjölskylduna upp klukkan 6:30 á sunnudagsmorgun?”

,,Já, þetta er ótrúlegt. Það er svona 700 íþróttahús í Reykjavík. Afhverju getur þetta ekki bara byrjað klukkan 9 eða 10. Fyrsti leikur klukkan 8 og þú þarft að vera mættur 7. Þetta er líka Íslandsmótið í bakhrindingum. Þegar ég sá leikjaplanið þá hugsaði ég “Það er max tvö ár í viðbót í þessu kraftasporti”, sagði Kristján Óli að lokum. 

Já, það þola greinilega ekki allir hörkuna sem fylgir því að vera í Þjóðaríþróttinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top