Dramatískur sigur ÍR í toppslagnum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hlynur Morthens (Sævar Jónasson)

Valur og ÍR mættust í toppslag Olís deildar kvenna í Hlíðarenda í kvöld. Fyrir leik voru liðin í tveimur efstu sætum deildarinnar.

ÍR byrjuðu betur og náðu fjögurra marka forystu á fyrstu 10 mínútum leiksins, Valur náðu að jafna og var leikurinn nokkuð jafn það sem eftir var leiks, það skilaði sér í dramatískum lokakafla sem náði hápunkti á síðustu hálfri mínútu leiksins.

ÍR tók leikhlé þegar 30 sekúndur voru eftir og þær leiddu með einu marki. Valur fór í framarlega vörn og stal Thea Imani boltanum sem jafnaði metinn fyrir Val. Þegar markvörður ÍR var að kasta boltanum í kjölfarið á miðjuna virðist boltinn hafa farið í Theu Imani er hún var að hlaupa til baka. Þar sem minna en hálf mínúta var eftir af leiknum var dæmt víti og fékk Thea Imani að líta rauða spjaldið. Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði úr vítakastinu og kom ÍR aftur yfir þegar 7 sekúndur voru eftir. Valur tók leikhlé og gafst tími í eitt lokafæri til að jafna, það færi hlaut Þórey Anna sem skaut í slánna. Því lauk leiknum með eins markar útisigri ÍR, lokatölur 24-25.

Sara Dögg Hjaltadóttir hjá ÍR átti stórleik með 11 mörk og 7 stoðsendingar, Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk. Í markinu var Sif Hallgrímsdóttir hjá ÍR með 12 varða bolta eða 33,3% markvörslu, hjá Val var Hafdís Renötudóttir með 8 varin skot eða 26,7% markvörslu.

Með þessum sigri hefur ÍR jafnað Val að stigum og eru bæði lið með 14 stig.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top