Susan Ines (Raggi Óla)
Í kvöld fengu Aftureldingar stúlkur lið HK í heimsókn í Kórinn í Grill 66 deild kvenna.
Fyrir leikinn voru HK stelpur búnar að vinna 8 leiki í röð og voru taplausar á toppi deildarinnar. Aftureldingar stelpur voru búnar að sækja í sig veðrið eftir erfiða byrjun á mótinu.
Í fyrri hálfleik var tiltölulega lítið skorað og leikurinn í þónokkru jafnvægi. Lítill munur var á milli liðanna. Staðan var 7-9 þegar gengið var til búningsherbergja.
Þegar 20 mínútur voru eftir þá náðu HK stelpur 5 marka forskoti en náðu aldrei að slíta Aftureldingar stúlkur almennilega frá sér. En þær héldu vel í forskotið sem þær höfðu. Að lokum urðu lokatölur 22-25 fyrir HK og ekkert lát á sigurgöngu þeirra. 9 sigrar í röð og ljóst að þær stefna hraðbyri á Olís deildina.
Hjá HK var Tinna Ósk Gunnarsdóttir markahæst með 8 mörk. Amelía Laufey varði 12 skot.
Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir markahæst með 9 mörk og Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 16 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.