Ída Margrét Stefánsdóttir - wGrótta (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Grótta og Víkingur á Seltjarnarnesi í Grill 66 deild kvenna.
Fyrir leikinn sátu Gróttu stelpur í 2. sæti deildarinnar og Víkings stelpur í 3. sæti deildarinnar.
Strax frá fyrstu mínútu gáfu heimastúlkur í Gróttu tóninn og tóku frumkvæðið. Eftir 20 mínútna leik var staðan orðin 11-5. Gróttu stelpur slökuðu ekkert á klónni og fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 17-8.
Í seinni hálfleik héldu yfirburðirnir áfram. Eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 29-11. Víkings stelpur algjörlega heillum horfnar. Lokatölur urðu síðan 39-14 fyrir Gróttu. Svo sannarlega sannfærandi og öruggur sigur hjá heimastúlkum.
Hjá Gróttu var Ída Margrét Stefánsdóttir markahæst með 8 mörk. Anna Karólína og Andrea Gunnlaugs vörðu samtals 15 skot.
Hjá Víking var Hafdís Shizuka Iura markahæst með 5 mörk. Þyrí Erla varði 7 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.