wFH - wVíkingur (Brynja T.)
Í kvöld fengu Fjölnis stelpur lið FH í heimsókn í kvöld í Egilshöll í Grill 66 deild kvenna.
Í byrjun leiks voru Fjölnis stelpur einfaldlega sterkari aðilinn og út allan fyrri hálfleikinn. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 13-11. Og var það sanngjörn staða.
Í seinni hálfleik voru FH stelpur mjög fljótar að taka við sér og greinilegt að Árni Stefán Guðjónsson og Sigurjón Friðbjörn Björnsson hafa lesið vel yfir hausamótunum á sínum leikmönnum því að eftir 5 mínútur í seinni hálfleik var staðan orðin 14-17 fyrir FH.
FH stelpur slökuðu ekkert á klónni eftir þetta og gáfu bara enn meira í. Að lokum uppskáru þær sannfærandi, sanngjarnan og öruggan sigur 19-28.
Halda FH stelpur áfram á ágætis skriði og eru núna komnar upp í 4. sæti deildarinnar.
Hjá Fjölni var Berglind Benediktsdóttir markahæst með 7 mörk. Signý Pála Pálsdóttir varði 9 skot.
Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 7 mörk. Sonja Szöke og Sigrún Ásta Möller vörðu samtals 19 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.