Missir Andrea Jacobsen af HM vegna meiðsla?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andrea Jacobsen (KERSTIN JOENSSON / AFP)

Slæm tíðindi bárust í gær er Handbolti.is greindi frá því að landsliðskonan, Andrea Jacobsen hafi orðið fyrir því óláni að slita liðband í ökkla á æfingu hjá sínu félagsliði í Þýskalandi, Blomberg-Lippe á föstudaginn í síðustu viku.

Andrea lék þar af leiðandi ekki með liðinu í fyrri viðureign sinni í forkeppni Evrópudeildarinnar gegn Val deginum eftir. Liðin mætast aftur í Valshöllinni á sunnudaginn í seinni leik liðanna. Blomberg-Lippe stendur vel af vígi í einvíginu en liðið bar sigur úr bítum í fyrstu viðureigninni með þrettán mörkum, 37-24.

Andrea sem var á dögunum valin í 16 manna HM hóp íslenska landsliðsins er því nú í kapphlaupi við tímann varðandi þátttöku á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Fyrsti leikur Íslands á mótinu er gegn heimakonum í Þýskalandi, miðvikudaginn 26.nóvember.

Andrea staðfesti tíðindin við handbolta.is í gær. Þar segir að við skoðun á mánudaginn hafi komið í ljós að liðbandi væri slitið í öðrum ökklanum.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands sagði í samtali við Handbolta.is að hann reikna megi með að hann kalli 17. leikmanninn inn í hópinn. Hver það yrði sagðist Arnar eiga eftir að gera upp við sig enda væri að ýmsu að hyggja. Hinsvegar væri ekki ástæða til þess að afskrifa þátttöku Andreu með landsliðinu á HM.

Íslenska landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi á mánudaginn. Tveir leikir fara fram í Olís-deild kvenna á laugardag og síðan fer fram leikur Vals og Blomberg-Lippe á sunnudaginn eins og áður hefur verið greint frá.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top