Ef við ætlum að ala upp fólk inn í landslið þá verður það að fá að taka þátt
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Matthildur Lilja Jónsdóttir (Sævar Jónasson)

Arnar Daði Arnarsson þáttastjórnandi og ritstjóri Handkastsins gagnrýndi þjálfarateymi íslenska kvennalandsliðsins fyrr í vikunni að hafa einungis valið 16 leikmenn í lokahóp landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fer fram í lok mánaðarins.

Aðalsteinn Eyjólfsson var gestur Handkastsins í gær og var spurður út í þessa ákvörðun Arnars Péturssonar og Óskars Bjarna Óskarssonar. Aðalsteinn sagðist hafa séð umræðuna og skilur hana en á sama tíma kallar hann eftir því að þjálfarinn sé spurður gagnrýnda spurninga og fái tækifæri til að útskýra sitt val.

,,Eina sem er sérstakt að ef það er einhver hugsun á bakvið þetta að það sé þá rökstutt í valinu. Að það sé þá sagt að við völdum einungis 16 leikmenn vegna…,  ég veit ekkert hvaða hugsun er á bakvið þetta og á því erfitt með að meta mér skoðun á þessu," sagði Aðalsteinn og hélt áfram.

,,Í grunninn ef hann getur ekki gert upp á milli leikmanna 16, 17 og 18 og hann er með 35 manns á lista og vill halda því opnu ef það verða einhver meiðsli þá er ekki langt að kalla leikmenn í þriggja tíma flug til Þýskalands. Það er það eina sem mér dettur í hug að hann vilji halda hópnum stórum og spara mögulega flugmiða fram og til baka ef hann þarf að skipta út."

Aðalsteinn sagðist vera sammála Arnari Daða hvað það varðar að það gæti verið mikilvægt fyrir framtíð íslenskan kvenna handbolta að leikmenn 17 og 18 fengu smjörþefinn á því að vera á stórmóti í stað þess að sitja upp í sófa og fylgjast með mótinu frá Íslandi í faðmi fjölskyldu og vina.

,,En ef við ætlum að vera ala upp fólk inn í landslið þá verður það að fá að taka þátt í verkefnunum og sjá undirbúninginn. Þetta er allt önnur reynsla að spila og vera inn í landsliðsumhverfi, sérstaklega ef þú hefur ekki verið þar áður. Það þarf að venjast því áður en þú getur farið að kalla fram það besta. Þú þarft að vita hvernig hótellífið er, videofundirnir og rythminn á svona mótum. Það gæti verið dýrmæt reynsla fyrir leikmenn.” 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top