Fimm bestu leikmenn Olís deildar kvenna
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)

Olís deild kvenna er komin í pásu vegna Heimsmeistaramótsins sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í nóvember og desember.

Eftir níu umferðir eru þrjú lið jöfn á toppnum í deildinni og óhætt að segja að deildin hafi aldrei verið jafnari.

Strákarnir í Handkastinu völdu þá fimm leikmenn sem hafa verið bestir í deildinni að þeirra mati í þættinum síðastliðinn mánudag en listann má sjá hér að neðan.

1.Sara Dögg Hjaltadóttir (ÍR)

Lang markahæsti leikmaður Olís deilar kvenna. Hefur verið frábær með ÍR í vetur sem sitja í toppsæti deildarinnar. Vakti athygli að hún var ekki valin í 35 manna hóp þeirra leikmenna sem má kalla inn í landsliðið en listinn var valinn í upphafi mótsins.

2. Sandra Erlingsdóttir (ÍBV)

Kom heim úr atvinnumennskunni í vor og hefur gert nákvæmlega það sem búist var við af henni og tekið Eyjaliðið upp á næsta level. Hefur verið margoft í liði umferðarinnar og valinn Sage By Sage Sif leikmaður umferðinnar tvívegis í vetur.

3. Lovísa Thompson (Valur)

Lovísa hefur verið frábær í vetur og minnt okkur á hvernig hún var þegar hún kom fyrst inn í deildina eins og stormsveipur. Hefur farið fyrir Valsliðinu í vetur og náð að vinna sér sæti í lokahóp landsliðsins þar sem við búumst við að hún fái stórt hlutverk.

4. Amalie Fröland (ÍBV)

Frábært fyrir ÍBV að hafa smaið við þennan frábæra markmann. Það hefur sannað sig í undanfarin ár að til þess að geta unnið Íslandsmeistaratitilinn þarf markvarslan að vera í toppmálum og með þessum leikmanni er ÍBV að gefa sér meiri möguleika á þeim stóra í vor.

5. Katrín Tinna Jensdóttir (ÍR)

Katrín Tinna hefur verið frábær með spútnikliði ÍR sem situr í toppsætinu. Hún hefur verið frábær á línunni í sókninni og staðið vörnina virkilega vel og er í lokahóp kvennalandsliðsins sem heldur til Þýskalands síðar í vikunni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top