Baldur Fritz Bjarnason (Egill Bjarni Friðjónsson)
ÍR tók á móti FH í fyrsta leik 11.umferðar í Olís deild karla í Skógarselinu í kvöld. FH komu mun grimmari til leiks og náðu strax þægilegri forystu. Það dró til tíðinda strax á 12 mínútu leiksins þegar Ágúst Birgisson leikmaður FH fékk að líta beint rautt spjald eftir brot á Jökli Blöndal. Það verður að segjast að eftir nánari skoðun var þetta harður dómur hjá dómurum leiksins. Þetta kom þó ekki að sök og FH leiddu með fimm mörkum í hálfleik 11-16. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri og sást fljótlega í síðari hálfleik að ÍR-ingar ætluðu aldrei að ná að minnka forskot FH og gera þetta að leik. Það fór svo að FH vann öruggan 8 marka sigur 25-33 sem þýðir að þeir eru komnir í 13 stig í 4.sæti deildarinnar meðan ÍR sitja límdir við botninn með 3 stig og eiga ennþá eftir að vinna leik í deildinni þegar fyrri umferðinni er lokið. Baldur Fritz Bjarnason var markahæstur hjá heimamönnum með 10 mörk en hjá FH var Garðar Ingi Sindrason markahæstur með 7 mörk. Hress styður umfjöllun Handkastsins um Þjóðaríþróttina - Í tilefni þess fá allir hlustendur og lesendur Handkastsins 2 fyrir 1 af öllum boozt á Hressbarnum út nóvember. Hress er staðsett á Dalshrauni 11 í Hafnarfirði. Verði ykkur að góðu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.