Einkunnir Íslands: Jákvæð teikn á lofti gegn Þýskalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (MARIJAN MURAT / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ísland mætti Þýskalandi í fyrsta leik sínum á HM sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi fyrr í dag. Leiknum lauk með sigri Þjóðverja 32-25 en þær voru vel studdar af fullri höll í dag.

Íslenska liðið sýndi flotta takta í dag og gáfu Þjóðverjum leik í um 50 mínútur. Tapaðir boltar reyndust liðinu dýrir en Þýskaland skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupi í kvöld gegn 2 hjá okkur. Þrátt fyrir tapið er margt jákvætt hægt að taka úr leik íslenska liðsins og full ástæða til bjartsýni fyrir komandi leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Hafdís Renötudóttir - 4
Byrjaði leikinn ílla, heilt yfir flöt frammistaða hjá henni í kvöld, en ekki auðvelt að fá svona mikið af hraðaupphlaupum á sig.

Sara Sif Helgadóttir - (Spilaði ekki nóg)

Elín Klara Þorkelsdóttir - 5
Dýrir tapaðir boltar hjá markahæsta leikmanni íslands í leiknum. Tók af skarið sóknarlega

Katrín Tinna Jensdóttir - 8
Besti leikmaður Íslands, bæði sterk sóknarlega og traust varnarlega. Tók af skarið varnarlega, tók á móti árásum hærra varnarlega sem virkaðu! Um leið og hún féll niður þá tapaði hún.

Dana Björg Guðmundsdóttir - 8
Mjög flott, annar besti leikmanna ísland. lifandi varnarlega og kláraði færin sín vel. Gefur af sér

Thea Imani Sturludóttir - 6
Þarf að taka meira af skarið, treystir of mikið á flæðið og uppsetningu fyrir sig

Elín Rósa Magnúsdóttir - 7
Passar vel uppá boltan, má skjóta meira sjálf. Spilaði vel uppá aðra leikmenn

Sandra Erlingsdóttir - 6
Nýtti vítin ágætlega, sem greinilega hennar hlutverk. Lovísa kom fyrr inní sóknarleikinn en hún.

Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir - 5
Gerði ágætlega varnarlega, þarf að reyna meira sóknarlega. Er skyttan í hópnum og þarf að taka Rúnar Kára á þetta og skjóta þegar hún fær tækifærið í sókn.

Alexandra Líf Arnarsdóttir - 6
Hennar frumraun, fann fyrir styrk þjóðverjanna sóknarlega. Barðist vel varnarlega.

Matthildur Lilja Jónsdóttir - 5
Brasi varnarlega í upphafi leiks, vantar smá precence varnarlega, hefur engu að tapa og ætti að taka smá badboy hlutverk

Katrín Anna Ásmundsdóttir - 5
Spilaði lítið en lét verja frá sér eina færið sem hún fékk

Rakel Oddný Guðmundsdóttir - Spilaði of lítið

Díana Dögg Magnúsdóttir - 5
Kemur með kraft, en vantar uppá gæðin. Fiskaði góð víti

Lovísa Thompson - 5
Greinilega ekki heil, sækir mikið þvert á vörnina. Þarf að vera meira direct

Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 5
Komst aldrei inní leikinn

10 - Óaðfinnanleg frammistaða

9 - Frábær frammistaða

8 - Mjög góður

7 - Góður

6 - Ágætur

5 - Þokkalegur

4 - Lélegur

3 - Mjög lélegur

2 - Arfa slakur

1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top