Einkunnir Íslands: Misjafnar frammistöður
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dana Björg Guðmundsdóttir (THOMAS KIENZLE / AFP)

Íslenska kvennalandsliðið vann sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi í dag er liðið mætti Úrúgvæ í lokaleik sínum í riðlinum. Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér áfram í milliriðil þar sem liðið mætir Svartfjallalandi, Spáni og Færeyjum.

Íslenska liðið hafði mikla yfirburði í leiknum en lokatölur urðu 33-19 eftir að staðan hafi verið 17-7 í hálfleik. Mest náði liðið fjórtán marka forystu í seinni hálfleik sem það hélt út til enda.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Hafdís Renötudóttir - 9
50% markvarsla, áframhald eftir lokin gegn Serbiu. Nú reynir á að hún að mæti í milliriðil gegn betri þjóðum en Serbía og Uruguay.

Sara Sif Helgadóttir- 7
Kom hægt inn í seinni hálfleikinn en skilaði góðri frammistöðu. Sýnir að hún er klár ef Hafdís þarf hvíld eða finnur sig ekki. Þá er gott eins og á móti Serbíu að treysta Söru til að leyfa Hafdísi að setjast á bekkin og núll stilla sig.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 8
Kom sterk inn í leikinn staðráðin að bæta fyrir mikilvægu klikkin tvö í síðasta leik. Vel gert Þórey. Fjögur mörk úr fjórum skotum.

Elín Klara Þorkelsdóttir - 5
Tekur stundum of mikið pláss, mótstaðan lítil og hefði verið gaman að sjá meira tveggja manna tal og tengingar frá henni uppá framhaldið. Engin stjörnuframmistaða, tvö mörk úr fimm skotum gegn ekki betri andstæðingi.

Elín Rósa Magnúsdóttir - 5
Allt í lagi frammistaða hjá henni, skaut aldrei á markið í leiknum, þurfti þess kannski ekki. Mótspyrnan engin og þörfin fyrir topp leik hjá henni lítil.

Katrín Tinna Jensdóttir - 7
Flott varnarlega, virðist vera búinn að finna taktinn þar. Lið Úrúgvæ fyrirsjáanlegt og hún sá það allt fyrir.

Dana Björg Guðmundsdóttir -  7
Nýtti færin sín vel, er alltaf lifandi inná vellinum og jákvætt orkustig frá henni.

Matthildur Lilja Jónsdóttir - 6
Byrjaði leikinn með attitude, sem við fílum, meira svoleiðis.

Thea Imani Sturludóttir - 9
Frábær í leiknum, góð vinnsla varnarlega en fyrst og fremst mörk utan af velli og sóknarleikur frá henni sem við viljum sjá áfram af. Áfram svona!

Sandra Erlingsdóttir - 9
Besti leikmaður Íslands ásamt Theu og Hafdísi. Áræðin, nýtir færin og vítin vel. Gaman að sjá hana koma leiðandi inní leikinn. Verið stuðningur við stelpurnar utanvallar, en sem fyrirliða sæmir þá var hún það líka innan vallar í dag.

Elísa Elíasdóttir - 8
Kom vel inn í leikinn, nýtti færin vel og náði að standa fína vörn. Vel gert. Fjögur mörk úr fjórum skotum.

Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir - 7
Tók aðeins af skarið sóknarlega, en þarf að gera meira af því. En skot og mark er það sem við þurfum frá henni. Jákvæður leikur hjá henni uppá framhaldið. Varnarlega ekki nógu stöðug en fín frammistaða

Rakel Oddný Guðmundsdóttir - 7
Fékk mikilvægt tækifæri og stóð sig vel. Nýtti færin sín vel og geislar af henni leikgleðin.

Katrín Anna Ásmundsdóttir - 5
Náði aldrei takt, en gerði vel í undirbúning fyrir leikinn að peppa herbergisfélagann til baka eftir erfiðar lokamínútur gegn Serbíu. Vorum að vonast eftir betri frammistöðu gegn ekki sterkari þjóð. Gæti orðið brekka í milliriðlinum.

Díana Dögg Magnúsdóttir - 6
Díana getur betur, flæðið á boltanum ekki nógu gott í gegnum hana. En á hættulegar árásir inn á milli.

Lovísa Thompson - 7
Kemur alltaf með kraft og vilja, má vera meira ákveðnir í átt að markinu sóknarlega. 

10 - Óaðfinnanleg frammistaða

9 - Frábær frammistaða

8 - Mjög góð

7 - Góð

6 - Ágæt

5 - Þokkaleg

4 - Léleg

3 - Mjög léleg

2 - Arfa slök

1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top