Ísland (KERSTIN JOENSSON / AFP)
Það liggur ljóst fyrir hvenær leikir íslenska landsliðsins verða í milliriðlum en Alþjóða handknattleikssambandið gaf leiktímana út í gærkvöldi. Ísland mun mæta Svartfjallalandi á þriðjudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00. Spánverjar bíða íslensku stelpnanna á fimmtudaginn og hefst sá leikur klukkan 19:30. Lokaleikur liðsins í milliriðli er svo gegn Færeyjum á laugardaginn og verður sá leikur klukkan 19:30. Stöðuna í milliriðlinum má sjá hér að neðan:

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.