Einkunnir Íslands: Martraðar mínútur reyndust dýrar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sandra Erlingsdóttir (INA FASSBENDER / AFP)

Íslenska kvennalandsliðið tapaði öðrum leik sínum í milliriðli heimsmeistaramótsins í kvöld er liðið mætti Spáni. Spænska liði vann leikinn með sjö mörkum, 23-30 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og komst 19-16 yfir en þá kom hræðilegur kafli hjá stelpunum og spænska liðið vann næstu mínútur með tólf mörkum, 13-1. Eftir það var leik lokið.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum.

Hafdís Renötudóttir - 7
Spilaði frábærlega í 37 mínútur og var með ellefu varin skot. En datt niður með öllu liðinu í kjölfarið og endaði í 29% markvörslu.

Thea Imani Sturludóttir - 8
Frábær. Besti leikmaður leiksins með sjö mörk og yfirburðar í sóknarleik Íslands í leiknum.

Elín Klara Þorkelsdóttir - 6
Mikill kraftur og áræðni en skotnýtingin ekki góð. Fimm mörk úr ellefu skotum. Reyndi að draga vagninn en niðurstaðan ekki nægilega góð.

Elín Rósa Magnúsdóttir -  6
Þurfum meira frá henni sóknarlega. Þrír tapaðir boltar og langt á milli marka hjá henni. Komst aldrei almennilega í takt við leikinn.

Díana Dögg Magnúsdóttir - 5
Fékk þær mínútur er hvíla átti Theu Imani. Byrjaði sterkt í fyrri hálfleik en átti ekki góðar mínútur í seinni hálfleik. 

Sandra Erlingsdóttir - 5
Tvö klikkuð víti og hitti ekki á daginn sinn í dag. Stillir sóknarleiknum vel upp en of margir mínusar í dag.

Katrín Tinna Jensdóttir - 6
Þarf að skapa sér meira pláss sóknarlega. 

Matthildur Lilja Jónsdóttir - 5
Var í vandræðum varnarlega. Það vantar ekki djöful ganginn en hann kemur manni ákveðið langt á þessu sviði.

Dana Björg Guðmundsdóttir - 4
Byrjaði leikinn illa og var slök varnarlega. 

Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 5
Fór lítið fyrir henni í leiknum. Eitt mark úr einu skoti og fékk úr litlu að moða.

Elísa Elíasdóttir - 4
Kom lítið úr henni sóknarlega og var meira og minna fyrir. Tapaði illa maður á mann varnarlega.

Rakel Oddný Guðmundsdóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun)

Katrín Anna Ásmundsdóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun)

Sara Sif Helgadóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun)

Lovísa Thompson - (Spilaði of lítið til að fá einkun)

10 - Óaðfinnanleg frammistaða

9 - Frábær frammistaða

8 - Mjög góð

7 - Góð

6 - Ágæt

5 - Þokkaleg

4 - Léleg

3 - Mjög léleg

2 - Arfa slök

1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top