Færeyjar (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Enn og aftur ríkir mikið handboltafár í Færeyjum um þessar mundir og það minnkaði ekkert eftir jafntefli landsliðsins gegn Serbíu í milliriðli heimsmeistaramótsins í gær þar sem Jana Mittún skoraði jöfnunarmarkið úr vítakasti nokkrum sekúndum fyrir leikslok eftir dramatískar sekúndur þar á undan. Færeyjar er með þrjú stig í millriðlinum eftir sigur gegn Spáni í riðlakeppninni og jafnteflið gegn Serbíu í gær. Færeyjar og Ísland mætast í lokaumferðinni í millriðlinum sem leikinn er í Dortmund. Mikill áhugi er fyrir kvennalandsliði þjóðarinnar og var fyrirhugað að fara í hópferð á lokaleikinn frá Færeyjum en ekkert verður úr þeirri ferð. Þjóðverjar eru í milliriðlinum og er löngu uppselt á alla leiki milliriðilsins þar sem keyptir eru dagspassar á alla leikina í milliriðlinum. ,,Atlantic Airways og Eventz voru tilbúin að fara til Dortmund á leik Færeyja og Íslands. Handknattleikssambandið gerði allt sem það gat til að ná í miða en því miður tókst það ekki. Við viljum þakka Atlantic Airways fyrir að vera ávallt tilbúið að styðja landsliðið og handknattleikssambandinu fyrir að vera alltaf tilbúið að hjálpa til. Við óskum kvennalandsliðinu góðs gengis í leiknum gegn Íslandi,” segir í tilkynningunni frá Eventz í Færeyjum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.