Birna Dögg framlengir í Eyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Birna Dögg Egilsdóttir (Sævar Jónasson)

ÍBV Handbolti og Birna Dögg Egilsdóttir hafa framlengt samningi til ársins 2028. Þetta tilkynnti ÍBV á samfélagsmiðlum sínum í gær.

Birna Dögg hefur leikið átta leiki með ÍBV í vetur í Olís-deildinni en hefur ekki enn komið sér á blað. ÍBV er í 3.sæti deildarinnar með 14 stig með jafn mörg stig og Valur og ÍR sem eru í 1. og 2. deildarinnar.

,,Birna Dögg er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur upp úr yngri flokka starfi sem og akademíu félagsins. Birna Dögg er í hópi okkar ungu og efnilegu leikmanna sem leggja á sig mikla vinnu og ætla sér að ná langt. Við erum því gríðarlega ánægð að geta unnið áfram með Birnu Dögg næstu árin," segir í tilkynningunni frá ÍBV.

Liðið er stýrt af Magnúsi Stefánssyni sem tók við liðinu í sumar af Sigurði Bragasyni og hefur náð eftirtektarverðum árangri hingað til þegar níu leikir eru búnir af deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top