Birna Dögg Egilsdóttir (Sævar Jónasson)
ÍBV Handbolti og Birna Dögg Egilsdóttir hafa framlengt samningi til ársins 2028. Þetta tilkynnti ÍBV á samfélagsmiðlum sínum í gær. Birna Dögg hefur leikið átta leiki með ÍBV í vetur í Olís-deildinni en hefur ekki enn komið sér á blað. ÍBV er í 3.sæti deildarinnar með 14 stig með jafn mörg stig og Valur og ÍR sem eru í 1. og 2. deildarinnar. ,,Birna Dögg er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur upp úr yngri flokka starfi sem og akademíu félagsins. Birna Dögg er í hópi okkar ungu og efnilegu leikmanna sem leggja á sig mikla vinnu og ætla sér að ná langt. Við erum því gríðarlega ánægð að geta unnið áfram með Birnu Dögg næstu árin," segir í tilkynningunni frá ÍBV. Liðið er stýrt af Magnúsi Stefánssyni sem tók við liðinu í sumar af Sigurði Bragasyni og hefur náð eftirtektarverðum árangri hingað til þegar níu leikir eru búnir af deildinni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.