Sandra Erlingsdóttir (INA FASSBENDER / AFP)
Íslenska kvennalandsliðið leikur sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í kvöld er liðið mætir Færeyjum í lokaumferð milliriðilsins. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er sýndur í beinni á RÚV. Ísland hefur leikið fimm leiki á mótinu, unnið einn og tapað fjórum. Sandra Erlingsdóttir er markahæst íslenska liðsins fyrir leikinn í kvöld með 20 mörk. Elín Klara Þorkelsdóttir kemur næst með 18 mörk og Thea Imani Sturludóttir kemur næst með 16 mörk. Elín Rósa Magnúsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir koma næstar með 15 mörk hvor. Aðrir leikmenn liðsins hafa ekki náð að skora 10 mörk á mótinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.