Ísland (KERSTIN JOENSSON / AFP)
Stelpurnar okkar leika sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu þegar liðið mætir því færeyska í lokaleiknum sínum í Dortmund í kvöld klukkan 19:30. Arnar Pétursson gerir enga breytingu á leikmannahópi Íslands frá síðasta leik og því hefur Alexandra Líf Arnarsdóttir leikið sinn síðasta leik á mótinu. Alexandra lék tvo leiki með Íslandi á mótinu fyrst í fjarveru Elísu Elíasdóttur og síðan í fjarveru Matthildar Lilju Jónsdóttur. Rakel Oddný Guðmundsdóttir mun því spila sinn tíunda landsleik í dag og Katrín Anna Ásmundsdóttir sinn tuttugasta. Thea Imani Sturludóttir er sem fyrr leikjahæsti leikmaður liðsins en hún leikur sinn 98. landsleik á ferlinum í dag. Markverðir: Aðrir leikmenn:
Hafdís Renötudóttir, Valur (76/5)
Sara Sif Helgadóttir, Haukar (20/0)
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram (15/11)
Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda (18/42)
Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (71/97)
Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof (32/112)
Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe (37/75)
Elísa Elíasdóttir, Valur (28/24)
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram (19/27)
Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (33/29)
Lovísa Thompson, Valur (36/70)
Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR (6/0)
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukar (9/5)
Sandra Erlingsdóttir, ÍBV (44/181)
Thea Imani Sturludóttir, Valur (97/220)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (53/85)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.