Fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM staðreynd
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Faroe Islands - Iceland ((Photo by FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)

Íslenska landsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld þegar þær mættu Færeyjum í lokaleiknum í milliriðlinum.

Það er skemmst frá því að segja að Ísland gerði sér lítið fyrir og vann leikinn 33-30 og þar með er fyrsti sigur Íslands í milliriðli á HM staðreynd.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en það var svo um miðbik fyrri hálfleiks sem Íslands átti frábæran kafla og náði mest 6 marka forskoti.

Færeyjar komu til baka eins og við var að búast og staðan að loknum fyrri hálfleik var 16-14 Íslandi í vil.

Ísland hélt forskotinu allan síðari hálfleik en Færeyjar hótuðu því þó oft að jafna leikinn en alltaf náði Ísland að svara.

Undir lok leiksins fór Ísland svo í skemmtilega útfærslu af 7 á 6 með fjóra útileikmenn og áttu Færeyingar engin svör við því og 33-30 sigur í höfn.

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst með 7 mörk og Katrín Tinna Jensdóttir skoraði 6 mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top