HANDBALL-WORLD-WOMEN-FRO-ISL ((Photo by Ina FASSBENDER / AFP)
Íslenska landsliðið vann Færeyjar í kvöld í milliriðli á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Hollandi, 33-30. Liðið sýndi frábæra takta í leiknum og óhætt að segja að skrefið sem stigið var í dag sé gríðarlega jákvætt upp á framtíðina. Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Handkastsins úr leiknum. Hafdís Renötudóttir - 6 Thea Imani Sturludóttir - 7 Elín Klara Þorkelsdóttir - 9 Elín Rósa Magnúsdóttir - 7 Díana Dögg Magnúsdóttir - 4 Sandra Erlingsdóttir - 6 Katrín Tinna Jensdóttir - 7 Matthildur Lilja Jónsdóttir - 5 Dana Björg Guðmundsdóttir - 7 Þórey Anna Ásgeirsdóttir - 7 Elísa Elíasdóttir - 6 Rakel Oddný Guðmundsdóttir – 6 Katrín Anna Ásmundsdóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun) Sara Sif Helgadóttir - (Spilaði of lítið til að fá einkun) Lovísa Thompson - (Spilaði of lítið til að fá einkun) 10 - Óaðfinnanleg frammistaða
Byrjaði vel, datt smá niður um miðbið leiksins en gerði vel undir lok leiksins að tryggja þetta.
Mjög solid frammistaða hjá henni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Fann sig ekki í síðari en liðið öruggara með hana inná.
Frábær leikur hjá henni, hennar besti á mótinu. Áttum þetta inni frá henni og hún tók alltaf á skarið.
Góður leikur hjá henni og fann liðsfélaga sína vel.
Ekki hennar besti dagur og komst aldrei í takt við leikinn.
Kom vel inn í 7 á 6 og nýtti vítin vel.
Frábær leikur varnar og sóknarlega hjá henni
Þokkalega frammistaða, þetta mót er góð reynsla fyrir hana upp á framtíðina.
Sterk varnarlega og vann góða ruðninga ásamt þessum tveim mörkum.
Komst vel frá sínu í leiknum en mættum ná að opna fleiri færi fyrir hana.
Vantaði smá fókus en skoraði 2 góð mörk.
Gerði sitt, nýtti færið.
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góð
7 - Góð
6 - Ágæt
5 - Þokkaleg
4 - Léleg
3 - Mjög léleg
2 - Arfa slök
1 - Óboðleg frammistaða

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.