Elín Klara Þorkelsdóttir (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)
Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu á laugardagskvöldið með sigri á Færeyjum í lokaleik sínum á mótinu. Stelpurnar okkar unnu tvo leiki á mótinu en tapaði fjórum þar af einum gegn Serbíu með einu marki þar sem íslenska liðinu mistókst að jafna metin í lokasókninni. Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði flest mörk íslenska landsliðsins á mótinu en hún skoraði alls 8 mörk í leiknum gegn Færeyjum á laugardagskvöldið. Fyrir leikinn var Sandra Erlingsdóttir markahæst í liðinu en hún skoraði 26 mörk á mótinu, þar af 17 úr vítaköstum. Elín Klara skoraði hinsvegar 26 mörk eða tveimur mörkum fleiri en Sandra en Thea Imani Sturludóttir kom næst með 21 mark. Hér að neðan ma sjá markalista íslenska liðsins á mótinu. Elín Klara Þorkelsdóttir 26 mörk Matthildur Lilja Jónsdóttir var eini útileikmaður íslenska landsliðsins sem skoraði ekki á mótinu en hún lék einungis varnarhlutverk á mótinu.
Sandra Erlingsdóttir 24/17 mörk
Thea Imani Sturludóttir 21 mark
Elín Rósa Magnúsdóttir 18 mörk
Þórey Anna Ásgeirsdóttir 18 mörk
Dana Björg Guðmundsdóttir 17 mörk
Katrín Tinna Jensdóttir 15 mörk
Díana Dögg Magnúsdóttir 9 mörk
Elísa Elíasdóttir 7 mörk
Lovísa Thompson 4 mörk
Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4 mörk
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3 mörk
Alexandra Líf Arnarsdóttir 1 mark
Katrín Anna Ásmundsdóttir 1 mark

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.