Segir tal um framfarir og endalausa vegferð þreytandi og heimskuleg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HANDBALL-WORLD-WOMEN-FRO-ISL (Ina FASSBENDER / AFP)

Handknattleiksþjálfarinn þrautreyndi, Karl Erlingsson birti færslu á Facebook síðu sinni um helgina um íslenska kvennalandsliðið, stöðu liðsins og óskar eftir því að stokkað verður allt upp og gert verði miklu betur.

Hann bendir á að efniviðurinn sé til staðar en segir lykilatriðið að koma fram við stelpurnar eins og alvöru íþróttamenn. Karl Erlingsson hefur verið handknattleiksþjálfari lengi hér á landi og þjálfað bæði karla og kvennalið í gegnum tíðina.

,,Fyrir tæpum 20 árum vorum við á pari við Holland i kvennahandbolta. Og náðum frábærum úrslitum á móti bestu liðum í heimi í einstaka leikjum og mótum af og til undir stjórn Stefáns Arnarsonar,” skrifar Karl og bendir á að hann hafi verið aðstoðarþjálfari liðsins á þeim tíma. 

,,Í dag eru þær hollensku eitt besta landslið í heimi og allir leikmennirnir spila í bestu félagsliðum í heiminum. 2011 náðum við frábærum árangri á HM undir stjórn Ágústs Jóhannssonar. Þetta tal um framfarir og endalausa vegferð er ekkert smá þreytandi og heimskuleg. Afsakið en þar er ég ekki sammála. Við þurfum að stokka þetta allt upp og gera miklu betur efniviðurinn er fyrir hendi. Lykilatriði í því er að koma fram við stelpurnar eins og alvöru íþróttamenn. Og gagnrýna þær og hrósa þeim eins og strákunum. Gera sömu kröfur og til strákanna, sama gildir um þjálfarana. Hættum þessu Pollyönnu tali , takk,” endar Karl færslu sína á Facebook síðu sinni.

Íslenska kvennalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu á laugardagskvöldið með sigri á Færeyjum en þetta var annar sigur liðsins á mótinu í sex leikjum en liðið vann Úrúgvæ í riðlakeppninni með miklum yfirburðum.

Í annarri færslu sem hann birti á dögunum bendir hann á að hann sjái töluvert meiri framfærir á liði Angóla heldur en því íslenska er Angóla lék gegn Brasilíu í milliriðlinum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top