Grótta KVK (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Grótta og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna og leikið var á Seltjarnarnesi.
Grótta mættu sterkari til leiks og eftir korter voru þær 9-5 yfir. Þær héldu uppteknum hætti og bættu bara í. 17-10 urðu hálfleikstölur. Gróttu stelpur slökuðu ekkert á í seinni hálfleik og eftir korter í seinni hálfleik var staðan 24-18. Vals stelpur náðu aldrei að ógna því að neinu ráði að jafna leikinn og náðu mest að minnka muninn í 3 mörk. 29-26 urðu lokatölur. Mikilvægur sigur hjá Gróttu stelpum sem halda áfram að narta í hælana á HK stelpum um sæti í Olís deildinni að ári.
Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir í sérflokki eins og oft áður og skoraði hún 13 mörk. Elísabet Millý varði 7 skot.
Hjá Gróttu var Elísabet Ása Einarsdóttir og Edda Steingrímsdóttir markahæstar með 5 mörk. Markvarslan var frábær hjá heimakonum og vörðu þær Anna Karólína og Andrea samtals 19 skot.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.