Katrín Helga (Emma Elísa Jónsdóttir)
Í kvöld mættust Afturelding og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna og var leikið í Myntkaup höllinni.
Vals stelpur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks og voru miklu fastari fyrir í öllum aðgerðum og náðu fljótt góðu forskoti og var staðan orðin 4-10 eftir rúmlega 11 mínútna leik. Vals stelpur slökuðu ekkert á klónni og héldu áfram sjó. Þær fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 14-19 í hálfleik.
Í seinni hálfleik tóku Aftureldingar stelpur aðeins við sér og náðu að minnka muninn niður í 2 mörk. Nær komust þær ekki og fóru Vals stelpur aftur að bæta við forskotið. Að lokum fór það svo að Vals stelpur sigruðu 27-32. Sanngjarn og nokkuð sannfærandi sigur hjá gestunum frá Hlíðarenda.
Hjá Val 2 var Laufey Helga Óskarsdóttir og Ágústa Rún Jónsdóttir markahæstar með 7 mörk. Elísabet Millý varði 11 skot.
Hjá Aftureldingu voru markverðirnir með samtals 12 bolta varða. Katrín Helga Davíðsdóttir átti flottan leik og setti 10 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.