Markahæstu leikmenn HM kvenna fyrir undanúrslitin
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Henny Reistad (FEDERICO GAMBARINI / dpa Picture-Alliance via AFP)

Fjórir leikir eru eftir af heimsmeistaramóti kvenna en einungis undanúrslitaleikirnir, leikur um 3.sætið og svo sjálfur úrslitaleikurinn er eftir á mótinu.

Undanúrslitin fara fram á morgun þegar Frakkland og Þýskaland mætast og í kjölfarið mætast Holland og Noregur en leikirnir fara fram í Rotterdam í Hollandi. Síðustu tveir leikirnir verða síðan leiknir á sunnudaginn.

Handkastið hefur tekið saman tíu markahæstu leikmenn mótsins fyrir úrslitahelgina en Forsetabikarinn lauk í gær þar sem Króatía tryggði sér Forsetabikarinn eftir sannfærandi sigur á Kína.

Af þeim tíu markahæstu leikmönnum heimsmeistaramótsins eru þrír leikmenn sem eiga eftir að spila tvo leiki aðrar hafa lokið keppni. Henny Reistad er fjórtán mörkum á eftir Lorena Téllez frá Kúbu og þarf því að vera iðin við kolann til að skáka þeirri kúbversku um markadrottningartitilinn.

  1. Lorena Téllez (Kúba) - 54 mörk
  2. Sorina Grozav (Rúmenía) - 46 mörk
  3. Danila So Delgado (Spánn) - 43 mörk
  4. Magda Balsam (Pólland) - 42 mörk
  5. Henny Reistad (Noregur) - 40 mörk
  6. Fernanda Insfrán (Paragvæ) - 40 mörk
  7. Tabea Schmid (Sviss) - 39 mörk
  8. Clara Lerby (Svíþjóð) - 39 mörk
  9. Antje Döll (Þýskaland) - 39 mörk
  10. Bo van Wetering (Holland) - 37 mörk

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top