HM í dag – Noregur heimsmeistari
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Noregur fagna heimsmeistaratitilinum ((Photo by JOHN THYS)

Heimsmeistaramótinu í handbolta lauk í dag þegar Noregur og Þýskaland léku til úrslita.

Það var gríðarlegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik og bæði lið spiluðu sterkar varnir og því var markaskorið ekki hátt. Til að mynd náði Noregur ekki að skora mark í heilar 9 mínútur í fyrri hálfleik en það kom þó ekki að sökn þar sem liðin voru jöfn í hálfleik 11-11.

Norska liðið byrjaði síðari hálfleikinn gríðarlegar vel og komst í þriggja marka forskot í upphafi síðari hálfleiks en þá tóku Þjóðverjar leikhlé og náði að jafna leikinn hægt og rólega.

Jafnt var á nánast öllum tölum en þegar 5 mínútur voru til leiksloka þá náðu norsku stelpurnar að síga frammúr og tryggðu sér fimmta heimsmeistaratitilinn með 23-20 sigri á þeim þýsku.

Katrine Lunde var frábær í sínum síðasta leik fyrir norska landsliðið og varði 14 skot í leiknum eða 41% skota sem komu á hana. Hjá þýska liðinu varði Katharina Filter 6 skot.

Henry Ella Reistad og Thale Deila skoruðu 5 mörk fyrir norska liðið en hjá þýska liðinu voru Alina Grijseels, Emily Vogel og Viola Leuchter skoruðu allar 4 mörk.

Í leiknum um þriðja sætið áttust Frakkland og Holland við. Franska liðið var einu marki yfir í fyrri hálfleik 12-11.

Jafnt var nánast á öllum tölum í síðari hálfleik og lauk leiknum með 26-26 jafntefli og þyrfti því að grípa til framlengingar.

Þar höfðu Frakkar betur og tryggðu sér bronsið með 33-31 sigri.

Sarah Bouktit var markahæst hjá Frökkum með 9 mörk en hjá Hollandi voru Angela Malestein, Bo van Wetering og Romee Maarschelkeweerd markahæstar með 6 mörk.

Hatadou Sako varði 12 skot hjá Frakklandi en hjá Hollandi varði Yara Ten Holte 11 skot.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top