Kolstad (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það var nóg um að vera hjá fólkinu okkar á Norðurlöndunum í dag en leikið var bæði karla og kvennaflokki í Noregi auk þess sem leikið var í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki og í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki. Heil umferð fór fram í Noregi þar sem fimm Íslendingalið voru í eldlínunni. Þar ber helst óvænt tap Kolstad gegn Fjallhammer á útivelli, 31-25 þar sem Sigvaldi Björn Guðjónsson var ekki með Kolstad í leiknum en Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í leiknum. Dagur Gautason komst ekki á blað í sigri Arendal gegn Sandnes með einu marki 29-28. Um var að ræða botnbaráttuslag af bestu gerð en bæði lið voru jöfn að stigum á botni deildarinnar fyrir leikinn. Arendal fer upp í 11.sætið með sigrinum en Baekkelaget, Halden og Sandnes eru öll fyrir neðan Arendal er haldið er í EM fríið. Tryggvi Þórisson og félagar í Elverum unnu góðan útisigur gegn Drammen í dag 31-37 og fara með sigrinum upp fyrir Kolstad og fara upp í efsta sæti deildarinnar. Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark í leiknum. Ísak Steinsson varði sex skot í marki Drammen og var með 17% markvörslu. Hjá konunum gerði Dana Björg Guðmundsdóttir sér lítið fyrir og skoraðisjö mörk og var markahæst í 36-31 sigri Volda gegn Bækkelaget í norsku B-deildinni. Volda er eftir sigurinn í 4.sæti deildarinnar. Í Danmörku endaði Kristján Örn Kristjánsson, Donni landsliðsmaður og leikmaður Skanderborg þetta almanaksár með stórbrotnum leik og skoraði átta mörk í sjö marka sigri gegn Ribe-Esbjerg 34-27. Um var að ræða síðustu umferðina fyrir EM pásuna. Íslendingarnir í TMS Ringsted höfðu hægt um sig í tveggja marka sigri liðsins gegn Mors, 35-23. Guðmundur Bragi Ástþórsson komst ekki á blað og Ísak Gústafsson lét nægja að skora eitt mark úr fjórum skotum. Óvæntur sigur Ringsted ef horft er í töfluna en Mors er í 3.sæti deildarinnar á meðan Ringsted var í þriðja neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. Ringsted fór upp fyrir Ribe-Esbjerg með sigrinum. Skanderborg vann sjö marka sigur á Ribe Esbjerg 34-27 þar sem Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Ribe-Esbjerg sem eru í bullandi vandræðum við botn deildarinnar. Í Svíþjóð var einungis leikið í sænsku úrvalsdeildinni í kvennaflokki þar sem Lena Margrét Valdimarsdóttir komst ekki á blað í tapi sænsku meistarana í Skara gegn Boden. Boden vann leikinn með fimm mörkum 24-29 á heimavelli Skara. Skara er eftir tapið áfram í 3.sæti deildarinnar en Boden er í 4.sætinu tveimur stigum aé ftir Skara en Skara hefði getað jafnað Savehof að stigum með sigri. Úrslit dagsins:
Danska úrvalsdeildin:
Ringsted - Mors 25-23
Skjern - Grindsted 33-25
GOG - Fredericia 27-33
Nordsjælland - HOJ 35-30
Skanderborg - Ribe Esbjerg 34-27
Sonderjyske - Bjerringbro/Silkeborg 37-37
Norska úrvalsdeildin:
Bergen - Follos 31-30
Arendal - Sandnes 29-28
Drammen - Elverum 31-37
Naerbo - Sandefjord 32-33
Fjellhammer - Kolstad 31-25
Kristiansand - Runar 38-44
Halden - Baekkelaget 26-29

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.