Gasper Marguc (Ayman Aref / NurPhoto via AFP)
Tæknileg vandræði trufluðu þing Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF sem fram fór í Kaíró í Egyptalandi í dag. Þrátt fyrir hnökra í framkvæmdinni var Hassan Moustafa endurkjörinn forseti sambandsins með miklum yfirburðum. Samkvæmt heimildum TV 2 Sport í Danmörku var atkvæðagreiðslan fyrir endurkjör Moustafa fyrir áhrifum af alvarlegum tæknilegum vandamálum sem gerðu tugum fulltrúa erfitt að fylgjast með gangi mála í salnum. Þar er sagt að rúmlega 40 fulltrúar af þeim 176 sem voru á þinginu heyrðu lítið sem ekkert af því sem fram fór á þinginu. Var þeim bent á að fylgjast með, í gegnum síma sinn meðan á þinginu stóð. Þrátt fyrir hnökra í framkvæmd atkvæðagreiðslunnar hlaut Moustafa, sem er 81 árs gamall og frá Egyptalandi, yfirgnæfandi endurkjör. Hann fékk 129 atkvæði af 176 mögulegum og mun áfram leiða IHF á næstu fjögur árin í það minnsta. Moustafa hefur starfað sem forseti IHF í áratugi en hann fékk mótframboð í dag í fyrsta skipti síðan árið 2009 sem Moustafa fær mótframboð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.