Marte Syverud (Selfoss)
Kvennalið Selfoss í Olís-deildinni hefur bætt við sig leikmanni fyrir lokametranna á tímabilinu en Marte Syverud hefur gengið til liðs við félagið frá Lilleström Håndballklubb í Noregi. Í tilkynningunni frá Selfossi segir að Marte sé 25 ára vinstri skytta og miðjumaður. Hún skrifar undir samning við félagið út yfirstandandi keppnistímabil. ,,Selfoss býður Marte hjartanlega velkomna á Selfoss og hlakkar til að sjá hana í vínrauðu." Marte hefur skorað 59 mörk fyrir Lilleström í norsku C-deildinni í ellefu leikjum þar af 14 mörk úr vítum. Selfoss er í 7.sæti deildarinnar með fjögur stig, stigi meira en Stjarnan sem situr á botni deildarinnar. Liðin mætast í fyrsta leik deildarinnar eftir áramót og má gera ráð fyrir að það verði fyrsti leikur Marte fyrir Selfoss. Fyrir hjá félaginu er Mia Kristin Syverud og mætti gera ráð fyrir því að þær séu systur án þess að það komi fram í tilkynningu félagsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.